Essential Clown

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Kopavogur, Iceland

06 apríl, 2006

Vinna!

Best að láta fólk vita að ég sé búinn að skipta um vinnu! Er farinn að vinna hjá Símanum, "Tæknileg Aðstoð, Kjartan. Góðan dag, get ég aðstoðað?" Já það er rétt, ég yfirgaf tískuna fyrir tæknina. Enda kemur það kannski fólki ekki mikið á óvart.

Annað sem ber að nefna. Ég er að verða pabbi! Þ.e.a.s. líffræðilegur ofan á það að vera stjúppabbi. Hjónabandi hefur skilað ávexti, errr..., kemur til með að skila ávexti um mánaðarmótin ágúst/september. Við erum búin að sjá myndir og heyra hjartslátt og allt er víst eins og best verður ákosið með þetta barn, þó er ekki sama sagan með móðurina. Við erum samt í góðum höndum þar sem að ljósan okkar er búin að bóka fyir okkur fund með fæðingasérfræðingi. Það er líka í ljósi fæðingar Kolfinnu Kötlu sem að ljósan vill að við förum í viðtal og fáum uppáskrifað hvernig sérfræðingurinn vill hafa þetta hjá okkur.

P.S.
Sögur um mitt blogg-andlát voru stórlega ýktar.

07 september, 2005

Spam Spam

Er það nú!

Það er ekki nóg að maður fái hin ýmsustu "gylliboð" um reðurstækkanir, reðurlyf og brjóstastækkanir(ég held að ég þurfi nú ekki að bæta við mín ýtnu brjóst). Kannski myndi ég taka tilboðinu sem byði upp á brjóstaminnkanir. En nóg um það.

Mér blöskraði þegar Ástin mín benti mér á að það væri búið að Spam-a comment gluggann á blogginu mínu! Eitthvert "blessað" fyrirtæki, Faceprint Global Solutions (FCPG), hefur verið auglýst inn í comment-glugganum mínum!

Ég er nú ekki alveg sáttur við það og hef því ákveðið að girða í brók og blogga meira í þeirri von að... að... a...

"...,Then you should!" -John Mayor, 19**

30 júní, 2005

Þetta er það sem að tickle.com sagði mér:
Kjartan, you're Obi-Wan Kenobi

"If you strike me down, I will become more powerful than you can possibly imagine." Truly the words of a confident teacher, you and "old Ben" share the calm wisdom of someone who's seen it all. You are probably the type of person who enjoys giving back to the community, whether by organizing the annual block party or volunteering time to help others.

You know you're not perfect and that's why being a mentor is so fulfilling. You can teach others about the mistakes that you made. Like Obi-Wan, you are an excellent judge of character — often recognizing aspects of yourself in others. You know how to teach life lessons without being preachy, and while you may not quite have the Jedi mind trick figured out, your honest conviction can be very persuasive.

24 maí, 2005

Að örvænta eða ekki að örvænta

Nú í dag er nákvæmlega mánuður í brúðkaup okkar skötuhjúa. Og það er víst talsvert eftir að gera fyrir þann tíma. Það liggur í augum upp að við verðum að girða í brók og láta hendur standa fram úr ermum þangað til að við kinkum kolli að hvort öðru og vona að við getum nú staðið við gefið loforð um partí eftir kollakinkið.

20 maí, 2005

Firefly... (Horfi dreyminn upp í himininn)

Mal
You are Captain Malcolm Reynolds, aka. Mal or
Captain Tightpants. You saw most of your men
die in a war you lost and now you seek solitude
with a small crew that you are fiercely devoted
to. You have no problems being naked.

Which Firefly character are you?
brought to you by

Star Wars!

Í dag er ég að fara að sjá Episode 3. Þá kemur þessi stóra spurning í ljós. Er þetta dauðinn á filmu fyrir Star Wars eða er þetta til þess að vekja Star Wars til enn frekar dýrðar? Sem sagt hvort þetta verið eins og að horfa á rostung að dansa Riverdance eða ekki? Ég myndi reyndar samt borga til þess eins að sjá rostunginn dansa.

03 maí, 2005

Skemmtun

Ég fór í gær á verkið "Allra kvikinda líki" um í mínu heitelskaða Leikfélagi Kópavogs og skemmti mér konunglega. Þetta var svo gargandi kolsvört kómedía að ég held að ég hafi bara ekki séð neitt þessu líkt, nema kannski "Hina gullnu boga hugrekkis". Það vill svo til að þessi tvö verk upp úr sama teiknimyndablaðinu, "VIZ". Svo svakalega langt handan siðferðismarka að ég myndi ekki mæla með þessu fyrir teprur, hjartveika og börn. En fyrir þá sem eru ekki hræddir við siðleysu á sviði og hafa frekar svartan húmor, þá er þetta verk æðislegt.

Það var ekki laust við það að mig kítlaði í kroppinn að koma inn í Hjáleiguna. Ég hef það bara eftir Jóhönnu Sigurðar, "Minn tími mun koma!"

Kveð að sinni

01 maí, 2005

Er það nú!

Það er nú við hæfi að láta fólk vita hver skyldi nú eiga þessa síðu, er það ekki?


Þetta er sökudólgurinn:

Posted by Hello